publication . Article . 2017

Læsi sem félagsleg iðja: dæmi úr íslenskukennslu heyrnarlausra

Gísladóttir, Karen Rut;
Open Access Icelandic
  • Published: 31 Dec 2017
  • Publisher: Menntavísindasvið Háskóla Íslands
  • Country: Iceland
Abstract
Í Aðalnámskrá grunnskóla 2011 er bent á að hugmyndir manna um læsi hafi breyst. Læsi snúist ekki aðeins um lestrartækni heldur lúti fyrst og fremst að „sköpun merkingar“ og að sú merkingarsköpun ráðist bæði af ólíkri reynslu einstaklinga og „ótal aðstæðubundnum þáttum“ (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011, bls. 16–17). Þegar við lesum eða skrifum erum við óhjákvæmilega í ákveðnum félagsmenningarlegum aðstæðum sem setja mark sitt á það hvernig við skiljum textann sem við lesum eða hvernig við skrifum. Læsi tengist félagslegum iðjum einstaklinga. Í skólum ríkja ákveðnar hugmyndir um lestur og ritun. Þessar hugmyndir birtast í verkefnum og kennsluháttum sem veita nemendum...
Subjects
free text keywords: Læsi, Ritun, Heyrnarlausir, Félagsfræði, Félagsleg iðja
Communities
Agricultural and Food Sciences
Download from
Opin visindi
Article . 2017
Any information missing or wrong?Report an Issue